FES Blómadropaformúlur fyrir dýrin

IMG_1207

Heilun og blómadroparáðgjöf fyrir dýr

 

Animal Rescue Formula: Þessi einstaka formúla er ætluð sérstaklega fyrir dýrin okkar. Hún inniheldur 12 mismunandi tegundir af blómadropum sem eru ætlaðir fyrir alls kyns breytingum og áföllum sem dýr geta orðið fyrir. Frábær blanda sem róar og kvíðastillir og hjálpar dýrunum að aðlagast breyttum aðstæðum.

arf1s-175-h

Dæmi um virkni:

  • Fyrir dýr sem hafa verið yfirgefin eða skilin eftir, hvort sem úti eða í dýraathvarfi.
  • Fyrir dýr sem flytja inn á nýtt heimili/stað eða fá nýjan eiganda til þess að hugsa um sig.
  • Fyrir dýr sem hafa misst eiganda sinn vegna dauða, skilnaðar eða annarra breytinga í fjölskyldunni.
  • Fyrir dýr sem hafa orðið fyrir ofbeldi, misþyrmingu eða hafa verið pínd og yfirgefin.
  • Fyrir dýr sem hafa þurft að kljást við veikindi eða farið í aðgerðir. Má nota ARF og Magenta Self-Healer á víxl til þess að flýta fyrir bata.
  • Fyrir dýr sem þjást af ótta, óöryggi, afbrýðisemi, kvíða.

 

 

Inniheldur eftirfarandi blómadropa:

Arnica: Hjálpar og flýtir fyrir bata eftir áföll, veikindi eða aðgerðir.

Bleeding Heart: Fyrir dýr sem hafa verið yfirgefin. Einnig góð t.d. fyrir ketti eða hunda sem væla og líður illa ef þeir eru skildir einir eftir heima. Hjálpar við að heila eftir aðskilnað og mynda ný tengsl og sambönd við eiganda.

Echinacea: Endurbyggir og styrkir ónæmiskerfið.

Fireweed: Eykur lífsorkuna eftir áföll, slys eða meiðsli.

Five flower formula: Endurbyggir og styrkir eftir áföll. Stuðlar að betri líðan og jafnvægi.

Holly: Fyrir dýr sem þjást af öfund/afbrýðisemi, hjálpar við að mynda traust og sambönd.

Mariposa Lily: Gefur dýrunum móðurlegan kærleika og huggun. Fyrir dýr sem hafa verið yfirgefin og þarfnast mikillar umhyggju og alúðar. Einnig góð fyrir dýr sem hafa misst móður sína.

Oregon Grape: Endurbyggir traust, fyrir dýr sem hafa orðið f. ofbeldi og niðurlægð. Sýna  grimmd og óöryggi.

Poison Oak: Fyrir dýr sem er óörugg og í vörn, vilja ekki láta snerta sig/klappa sér.

Red Clover: Róar og stillir kvíða og ótta. Gott að gefa dýrunum áður en farið er með þau t.d. til dýralæknis.

Sweet Pea: Fyrir dýr sem eru árásargjörn og vernda sitt svæði mjög vel.

Wild Rose: Fyrir dýr sem eru lystarlaus og dauf. Gefur lífsgleði og orku þrátt fyrir utanaðkomandi erfiðleika.

 

Aðferðir til notkunar:

 

Aðferðirnar sem eru notaðar til þess að gefa dýrum blómadropa eru mjög svipaðar þeim aðferðum sem eru notaðar til þess að gefa fólki blómadropa. Til eru nokkrar aðferðir sem eru mjög áhrifaríkar en það er best að nota þá aðferð sem hentar dýrinu/dýrategundinni best. T.d. gætu kettir þolað illa að spreyja beint yfir feldinn en páfagaukum gæti líkað það vel að spreyja yfir sig o.s.frv.

 

Blómadropunum blandað út í vatn: Nokkrum dropum af blómadropablöndunni er blandað út í drykkjarvatn dýrsins, sem dýrið drekkur svo úr yfir daginn. Mælt er með að blanda 2-4 dropum út í drykkjarvatnið.

 

Blómadropunum nuddað í góminn, eða settir undir tunguna: Í sumum blómadropablöndum er jurtaglýserín notað til þess að auka geymsluþolið. Bragðið af því er frekar sætt og því gæti sumum dýrum þótt gott að láta nudda blómadropunum í góminn eða setja þá undir tunguna (sérstaklega hundum og hestum).

 

Blómadropunum úðað yfir matinn: Hægt er að úða blómadropunum yfir matinn þeirra sem þau svo borða. Einnig er hægt að úða þeim yfir dýranammi áður en gefið er dýrinu.

 

Blómadropunum úðað á líkama/feld dýrsins: Hægt er að úða blómadropablöndunni í kringum dýrið og/eða í feld dýrsins. Þessi aðferð er mjög áhrifarík fyrir dýr sem eru slösuð eða hafa farið í aðgerð. Athugið þó að sum dýr t.d. kettir geta verið smeykir við að fá úðann á sig. Þá er gott að úða blómadropunum í lófann og strjúka þeim svo yfir feldinn. Flestum fuglum þykir þó mjög gott að fá úðann yfir sig. Einnig má setja blómadropana á t.d. loppur, fyrir aftan eyrun eða á enni dýrsins.

 

 

Vefhönnun © Vefsala.com fyrir Nýjaland