Umsagnir

Námskeið

Umsagnir nemenda um heilunar- og blómadropanámskeið og

Heilunarskólann:

Stefanía Ólafsdóttir kenndi mér í Heilunarskóla Nýjalands.  Hún vinnur af heilindum og er sönn og trú sínum nemendum. Námið hefur veitt mér styrk og trú mín á sjálfri mér hefur aukist til muna.  Ég væri sannarlega ekki í þeim sporum sem ég er í dag ef ég hefði ekki farið í námið. Það fylgir heiluninni svo mikil fegurð og kærleikur að ég þori að vera ég sjálf.  Að fá fresli að vera maður sjálfur er það fallegasta sem nokkuð nám getur boðið upp á. Ég mæli eindregið með náminu bæði fyrir nemandann sem sækir námið og þá sem hann umgengst í lífinu.

Samskipti við aðra hafa lagast til muna vegna þess að ég sýni öðrum meiri skilning og þolinmæði.  Við getum ekki breytt öðrum en við getum þroskað og unnið sjálf með okkar galla. Námið hjálpaði mér að sýna öðrum meiri þolinmæði og skilning.  Það gefur tvöfalt til baka í umgengi við aðra.

Ég mæli eindregið með náminu hjá Stefaníu Ólafsdóttur til að ná meiri þroska og kærleik í lífinu.  Einnig til að njóta betur þeirra gullmola sem lífið býður upp á. Að vera glaður í sorginni, að þakka fyrir feguðina sem við sjáum daglega, að lifa lífinu lifandi.

Takk Stefanía fyrir að vera þú og gefa mér svo mikið af þínum kærleik.

Þinn nemandi,

Álfheiður Ólafsdóttir

——-

Frábær skóli með frábærum kennara.
Stefanía er með mjög góða nærveru sem gerir að það er auðveldara að tileinka sér hlutina og skapar áhuga á að halda áfram.
Flott er hvernig hún hristir nemendur saman á ólíkum stigum með æfingum.
Heilunarskóli Nýjalands er skóli sem óhætt er að mæla með.
Þórunn K.M.  (maí 2019)


Það sem fékk mig til að byrja í heilunarskólanum var það að ég þurfti að fá andlega hjálp og stuðning fyrir mig sjálfa
og erfiðleikar sem ég hafði við að stríða.
Það hefur gefið mér öryggi með mig sjálfa og sem hefur gert það að verkum að ég hef fundið styrk hjá mér sem ég vissi ekki að ég hefði.
Stefanía kemur vel til skila þeim verkefnum með næmni sinni sem eru henni eiginlegir og hún er frábær kennari.
Ég mæli eindregið með Heilunarskóla Nýjalans .

Þorbjörg Sigurðardóttir (maí 2019)


Persónuleg og einlæg kennsla. Stefanía sýndi mér allan þann skilning sem ég þurfti þegar ég for í gegnum námið samhliða veikindum. Óendanlega þakklát fyrir að geta lagt af stað í mína sjálf heilun með svona mögnuðum kennara. Námið og kennslan til fyrirmyndar og er þetta ákvörðun sem ég sé engan vegin eftir að hafa tekið og get mælt óhindrað með Heilunarskóla Nyjalands

Þórunn Kristín (Maí 2019)

 —-

„Heilunarskólinn hefur verið hluti af mínu lífi í tæpt ár. Ég hef fengi frábæra fræðslu og kennslu um orkukerfið mitt, sem hefur nýst mér í daglegu lífi sem ómetanlegur fjársjóður. Ég hef fengið ótal verkfæri til að nýta mér, bæði þá við heilunar vinnu en fyrst og fremst fyrir sjálfan mig.

Þar ber helst að nefna, blómadropa, sjálfsheilun, kristalla og mikilvægi þess að hlúa að og styrkja jákvæða þætti lífsins… eins og jákvætt hugarfar og mikilvægi svefns og næringarríks matarræðis.

Það orð sem lýsir heilunarnáminu best að mínu mati er kærleikur, þar sem hverri manneskju er tekið eins og hún er, allir fá að tjá sig og traustið er það sem ég hef fundið bæði til kennara og annarra nemenda.

Ég hef fengið að læra, hlæja og gráta. Ég hef fengið að upplifa og tala, ég hef fengið að vera nákvæmlega eins og ég er á hverri stundu, dag frá degi.

Ég á ekkert nema þakklæti til skólans og Stefaníu. Og skólinn mun lifa sem varða á mínum vegi í lífinu um ókomna tíð. Takk fyrir mig. „ – Helga

—–

„Ég byrjaði í skólanum að hausti 2013. Að koma inn í húsnæðið tók á móti mér ljúft andrúmloft. Þetta andrúmloft umvafði okkur allan tímann.

Það sem við lærðum kom mér ekki alveg á óvart þar sem ég hef tekið þátt í fleirri slíkum námskeiðum. Svo þetta ver að sumu leiti upprifjun.

Það að finna og heila fylgir því að hafa trú á sjálfan sig og fá aðra til að trúa á það sem ég geri. Ég held að þú Stefanía að þú hafir gefið mér trú og þann kjark sem þarf til.

Takk fyrir yndislegan tíma og trú og umburðarlyndi við mig.“ – Rannsý

—-

„Þegar ég hóf nám í Heilunarskóla Nýjalands þá var ég fyrst og fremst að gera það til að bæta mína eigin heilsu eftir erfitt tímabil í lífi mínu, með áföllum og missi. Námið hefur svo sannarlega styrkt mig persónulega bæði andlega og líkamlega. Að skipta náminu í þrjár annir er gott að mínu mati. Námið og námsefnið er mjög vel framsett og yfirdrifmikið. Frábært að gefa blómadropum og orkusteinum svo góðan tíma og rími í náminu.

Þetta er búið að vera stórt ævintýri í lífi mínu og einstakt að fá þetta tækifæri til að þroskast á andlegu sviði.

Stefanía þú ert einstakur kennari og persónuleiki og hvet ég þig til að halda áfram að miðla þessari einstöku þekkingu sem þú býrð yfir. Það eina sem betur mætti fara er meira pláss fyrir skólann. Þar sem meðferðarherbergin væru fleiri.

Ég er mjög ánægð og stolt af mér og okkur öllum. Mig er farið að langa til að nota alla þessa þekkingu til að vinna með heilun. Sem var ekki tilgangurinn í upphafi og vona ég að svo geti orðið. Bestu þakkir fyrir allt sem þú hefur gefið mér Stefanía.“ – Steinunn

—–

„Þegar ég byrjaði í Heilunarskóla Nýjalands á fyrsta áfanga haustið 2013 vissi ég ekkert hvað ég var að fara út í. Ég hafði séð auglýsingu um skólann á hurðinni meðan ég beið eftir að fá meðhöndlun hjá Stefaníu eins og ég hafði gert reglulega um nokkurt skeið. Ástand heilsu minnar var frekar bágborin.

Þegar ég byrjaði í skólanum á 1.áfanga sá ég bara hann. Ég las ekki einu sinni í bæklingnum um hina. Þannig að ég var að hefja ferð án þess að vita leiðina eða skrefin eða einu sinni hvar og hvernig hún myndi enda. Heilsan mín byrjaði að lagast um leið og námið hófst eiginlega! Mér finnst það ótrúlegt. Og auðvitað er það mikilvægt, ekki bara fyrir mig heldur líka fyrir þá sem ég hef meðhöndlað á meðan á náminu stendur og vonandi væntanlega skjólstæðinga sem eiga eftir að leita til mín. Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um hvort ég héldi áfram þegar 1.áfangi var byrjaður. Þrátt fyrir mismikla/litla hvatningu frá mínum nánustu. Dætur mínar hafa allar stutt mig heilshugar frá upphafi og hefur fundist stórkostlegt að fylgjast með heilsu minni lagast. Þær eru afar þakklátar. Mér finnst erfitt að týna til einhver atriði því námið hefur bara breytt öllu eiginlega til hins betra að sjálfsögðu.

Mér finnst þó eitt afar mikilvægt atriði:

Þetta nám hefur þýtt lífstílsbreytingu fyrir mig. Afar kærkomna breytingu. Og mér finnst hún ekkert erfið eða flókin. Ég er afskaplega þakklát. Ég veit þess vegna að skólagangan hjá Stefaníu getur hjálpað manni að öðlast nýtt og betra líf. Ef að maður fer eftir því sem hún kennir.

Nú er 3.áfanga að ljúka og náminu þar með. Og ég skil það varla, vildi að það væri meira eftir. Ég vil ekki hætta!! Ég vil halda áfram!! Og þó að ég hafi ekki vitað í upphafi að mig mundi langa til að nota námið til að hjálpa öðrum veit ég að í dag er það einmitt það sem ég vil.

Þakkir elsku Stefanía. Ég veit ekki hvernig ég gat sagt þetta svo þú vitir hve djúp þakklæti mitt nær. Það er óendanlegt! Takk innilega fyrir mig“. –  Ása

—–

„Ég hef lært mjög mikið á sjálfan mig í gegnum heilunarnámið. Það besta við námið fyrir mig mig er að hafa fengið að upplifa alla þessa yndislegu heilun á eigin skinni og lagað sjálfan mig til að geta unnið með aðra.

Þessi yndislega orka sem er í skólanum gefur manni svo mikið og félagskapurinn af nemendum er lærdómsríkt, við lærum svo mikið af hvor annarri. Ég hef eignast nýja vini hér sem er ómetanlegt. Stefanía mín þú ert alltaf svo tilbúin að aðstoða og hjálpa til við að læra og ég hef lært og tileinkað mér svo margt sem þú hefur sagt við mig. Hjartans þakkir fyrir allt, skólinn hefur breytt mínu lífi, ég hef lært að finna og þekkja sjálfan mig með heilun. Ég hef ekkert að segja um neinar breytingar á námsefni eða hvað mætti vera öðruvísi. Þetta nám hefur hentað mér fullkomlega. Þú tekur tillit til allra í sambandi við svo margt, eins og hvað tími og dagar hentar hópnum.

Ég er svo þakklát fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ég hef ekki upplifað áður svona mikla góðvild frá öðrum en fjölskyldu minni. Þú ert einstök og ég verð ævinlega þakklát fyrir þig og mun halda áfram að verð í góðu sambandi. Ég mun ekki gleyma hvað þú hefur gert fyrir mig og ekki láta neitt annað komast í hjartastöðina sem þú átt hjá mér.

Ég er óendanlega þakklát fyrir að leiðir okkar skyldu liggja saman.

Hjartans þakkir þinn nemandi“ – Haddý

—-

„Kennslan er búinn að vera einstök, umvefjandi af kærleika og öryggi. Þolinmæði þín Stefanía er einstök og óendanleg. Og er ég óendanlega þakklát fyrir það. Mér langar helst að vera í skóla hjá þér næstu árin. Heilunarskólinn er búinn að umbreyta lífi mínu á hinn besta veg.
Þúsund þakkir „ — Nína

—-

„Elsku Stefanía,
Takk fyrir yndislegt námskeið. Þetta er búið að vera virkilega lærdómsríkt og hreinsandi fyrir mig. Þú hjálpaðir mér að finna mér farveg sem ég er mjög sátt að vinna í. Þú hefur einstaka lagni að hjálpa fólki að finna sér farveg. Góð nærvera og mikill kærleikur.
Námskeiðið er vel uppbyggt, þó að hafi verið tekið svona í lotum, ekkert víst að það hefði nýst mér betur á hinn veginn (eins og í Rvík.) Haltu áfram á þessari braut Stefanía.“ Knús – Jóna Birna Akureyri

Sæl Stefanía. Já það sem mér fannst um Heilunar og Blómadropanámskeiðið er: Það er mjög gott saman. Hefur gert mér mjög gott. Ég var fyrst ekki viss hvort ég ætti að koma. Að því ég hef aðeins kynnst hvorutveggja áður. En ég sló til og sé ekki eftir því. Hefur verið mikið álag á mér og í kringum mig þessar vikur undanfarið. En þetta námskeið hefur hjálpað mér að staldra við og hugsa betur um mig sjálfa. Og ef ég get hjálpað öðrum er það bónus fyrir mig, en það verður tíminn að leiða í ljós. Hún Stefanía kemur verkefninu vel frá sér.Ég vil þakka fyrir mig. Í nútímaþjóðfélagi veitir ekki af að stoppa aðeins og finna sinn frið , sem hægt er með svona námskeiði. Kveðja Ólöf.“

Kennsla á heilunar og blómadropanámskeiði:
„Kennslan er skýr og skilmerkileg.
Löng reynsla kennarans kemst vel til skila og gefur efninu meiri dýpt.
Sömuleiðis reynslusögur sem auka skilning á efninu og möguleikum heilunar.
Blómadropar og heilun spila vel saman og á vel við að kenna hvorutveggja samtímis.
Kennsluefni er vel skipulagt og greinilega gert af umhyggju og þekkingu.
Það skilar sér vel áhugi kennarans og vilji til að gera þetta sem best úr garði. Einnig umhyggja fyrir nemendunum.
Uppbygging kennslunar er mjög góð með fyrirlestri og verklegum æfingum til skiptis.
Mér fannst koma vel út að gera skriflegar æfingar/próf. Nægur tími er gefin til spurninga og umræðna.“

„Mjög ánægð með kennsluna og þau námsgögn sem við fengum. Verið virkilega gefandi-lærdómsríkt og kynnst „nýjum heimi“ hjá sjálfum mér og í kringum mig.
Finnst ég hafa lært mikið um mig sjálfa, veikleika og styrk. Persónuleg kennsla, nám – og farið í námsefnið með hlýju og kærleika.
Takk fyrir mig“ – Andrea

„Ég er búinn að vera á námskeiði hjá Stefaníu í vetur, þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert í mörg ár. Annars vegar hefur félagsskapurinn verið alveg stórkostlegur, hlýr og vinalegur og mér hefur alltaf fundist ég vera svo mikið velkomin viðfangsefnið að æfa heilun er líka svo skemmtilegt. Ég get bara sagt fyrir mig að ég hef notið þess að vera hér.
Bestu þakkir“ – Sunna

„Námskeið hjá Stefaníu óaðfinnanleg í alla staði, góð kennsla fer yfir hverja blaðsíðu fyrir sig og fylgist með að allir séu jafnir og verklega kennslan er eins. Allt yfirvegað og rólegt, hægt að treysta á hana.
Kveðja“ – Karen


 “Ég hef alltaf verið mjög forvitin um lífið og tilveruna. Það sem heilun hefur gert fyrir mig, hún hefur hjálpað mér að tengjast sjálfum mér og kjarnanum mínum. Ég tengist sjálfum mér og næri sjálfan mig.
Ég kynntist Stefaníu við að hún blandaði fyrir mig blómadropa. Eftir að hafa spjallað saman fannst mér hún svo yndisleg manneskja og fann að hún hafði eitthvað sem mig langaði að ná í. Svo ég skráði mig í Heilunarskóla Nýjalands. Eftir námið get ég á auðveldan átt tengt mig jarðarorkunni, alheimsorkunni og kærleiksorkunni. Ég get heilað sjálfan mig og aðra.“ – Klara.


„Ég hóf nám í byrjun þessarar annar. Það sem ég hef m.a. lært er að leiða orkuna sem ég finn mjög mikið fyrir. Lært grunn heilun. Mér líður miklu betur þegar ég kemst í að heila, verð miklu ánægðari þegar ég er að vinna í þessum málum, þá verð ég miklu glaðari.“ – Sigrún Ragnarsdóttir.


 „Hvað hefur heilunarskólinn gert fyrir mig? Það er mjög margt, líkamlega og andlega. Hjálpað mér að geta hjálpað öðrum. Ég hef mikin áhuga á að getað hjálpað öðrum en til þess þarf ég að getað hjálpað sjálfum mér. Ég hef líka mikin áhuga á að heilun og náttúrulegar lækningar sameinist nútíma lækningum.“ – Anna Heiða Harðardóttir.


„Heilun hefur hjálpað mér að finna meira jafnvægi, styrkt mig andlega. Heilunarskóli Nýjalands hefur vakið vellíðan og gert mig sterkari andlega.“ – Sigurlín Sigurðardóttir.


Hvað hefur heilun gert fyrir þig?
„Allt! Algjörlega breytt hvernig ég tek á móti lífinu, hvernig ég tek á móti neikvæðni, hvernig ég gef af mér…….þetta er bara einn dropi af því sem heilun hefur gert fyrir mig.
Í Nýjalandi ertu umvafin ást og kærleika allan tímann. Skólinn umbreytti öllu á jákvæðan hátt. Gaf mér tækifæri á að skoða sjálfan mig og að horfast í augu við óttann. Gera mér grein fyrir því að það er ekkert að óttast, allt sem ég vil gera get ég gert. Um leið og ég er tilbúin að horfast í augu við óttann blómstrar allt.“ – Jónína Björg Yngvadóttir


„Ég hef notað heilun mikið fyrir börnin mín og mig sjálfa. Stefanía var viðstödd þegar ég fæddi 3 barnið mitt sem var yndislegt.“- Íris Björk Ásbjarnardóttir.


„Það sem skólinn hefur kennt mér er m.a. allt um orkustöðvar og orkukerfið, lífsflæðið og áhrifamátt heilunar. Þegar ég sá auglýsingu fá skólanum ákvað ég að slá til það var eitthvað í auglýsingunni sem heillaði mig. Nú er ég á loka áfanganum. Er algjörlega farin að gera það að lífs stíl að tileinka mér þessi fræði og finn að ég styrkist og eflist og á miklu auðveldar með að taka á móti því sem lífið hefur að bjóða.“ – Áslaug María Gunnarsdóttir.


Ég tel að ég hafi verið leidd í Heilunarskóla Nýjalands. Skólinn hefur gefið mér vellíðan og svo margt til að byggja mig upp. Frábær skóli og þeir sem að honum standa.“ – Rannveig Geirsdóttir.


Ég kynntist heilun fyrir mörgum árum. Tvær dætur mínar eru í Skólanum og ég er að hugsa um að gera slíkt hið sama. Mér finnst að allir eigi að tileinka sér heilun og nota hana í daglegu lífi eins og ég hef reynt að gera.“ – Helga Aðalsteinsdóttir.


Umsagnir um heilunarnámskeið fyrir börn:

Þetta er skemmtilegasta námskeið sem ég hef farið á. Mér fannst skemmtilegast að gera blómadropa. Mér fannst líka skemmtilegast að læra um kristala. Það var allt æðislegt! Það var mjög skemmtilegt. Takk fyrir samveruna. Kv. Katla 9 ára 🙂

 Það var mjög skemmtilegt á heilunarnámskeiðinu. Mér fannst skemmtilegast að læra um blómadropana og orkusteinana. Svo fannst mér líka gaman að læra um litina og heilun. Kv. Embla 9 ára.

Mér fannst skemmtilegast að læra um blómadropana og litina. Þetta var mjög skemmtilegt. Takk fyrir mig, kv. Sunna Björg 9 ára.

Það var rosalega gaman á heilunarnámskeiðinu. Mér fannst skemmtilegast að læra um kristala og heilun og fyrirgefningu. Takk fyrir samveruna, kv. Viktoría Rán 9 ára.

Höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun

Umsagnir skjólstæðinga:
 „Dóttir mín sem er 6 ára hafði verið að fá reiðisköst sem stóðu yfir í frá 30-90 mínútur með öskrum og grenji og heyra mátti mikinn sársauka í tjáningunni. Hún var oft fljótt pirruð og stutt í skapvonsku. Hafði þetta ástand varað í um ár. En á milli kasta var hún algjör engill og fólk hissa á lýsingum mínu á köstum.
Fæðingin hennar gekk erfiðlega,ég fékk mænurótadeyfingu og tók fæðingin langan tíma. Ýmis inngrip eins og sogklukka var notuð. Ég var orðin ráðalaus á hvernig ég gæti lagað þetta ástand hjá dóttur minni, ég hafði leitað til sálfræðinga sem gerðu ýmis próf og kannanir á henni og ekki fannst þeim mikil skekkja til að hafa áhyggjur en ef þetta versnaði væru lyf við köstunum. Svo var mér bent á að prufa að fara með hana í höfuðbeina og spjaldhryggsjöfnun því köstin og vanlíðan gætu stafað af erfðri fæðingu. Hafði ég heyrt hjá vinkonu minni að þetta hafði gert kraftaverk fyrir son hennar sem hefði verið svipaður dóttur minni.
Byrjaði ég með hana í meðferð og í fyrsta tíma var ég spurð hvernig fæðinginn hennar hefði gengið og sá græðarinn að þetta tengdist að miklu leyti fæðingunni. Dóttir mín er búin að fara í 6 tíma og er allt annað barn. Hún er lífsglaðari, tjáningin allt önnur getur bæði tjáð sig þegar eitthvað bjátar á og tjáð jákvæðar tilfinningar, hjálpsamari, vill taka meiri þátt í hlutum í staðinn fyrir að einangra sig og reiðisköstin eru hætt. Hún hefur einnig verið að nota blómadropa samhliða meðferðinni sem hjálpa henni að halda tjáningunni við.
Þetta hefur verið ótrúlega ánægilegur árangur sem hefur bætt líðan hjá henni og öllum í fjölskyldunni. Mæli hiklaust með þessari meðferð áður en börnum eru skömmtuð lyf

Kveðja,
ánægð mamma


Ég kynntist Stefaníu árið 2005. Ég átti þá við mikil veikinda að stríða. Þurfti að fara í uppskurð of. Ég tel að hún hafi algjörlega bjargað mér. Mér líður alltaf mjög vel að koma á bekkinn til hennar. Heilun er mjög gott meðferðarform.“ – Guðrún Sigurbjörnsdóttir.

Skjólstæðingur haust 2011:
„Barnið mitt hafði ekki sofið eina nótt á ævinni og var orðin 8 mánaða gamall. Eftir að hafa farið með hann í HBS meðferð þákomst á jafnvægi og hann fór að sofa, svaf eftir fyrsta tímann í 12 klst.;)“

„Mér finnst gaman að fara í heilun. Mér líður svo vel“. -Mikael Andri, 9 ára.

 

Vefhönnun © Vefsala.com fyrir Nýjaland