Höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun: Stefanía útskrifaðist úr CCST eða College of Cranio Sacral Therapy í febrúar 2005.
Heimasíða skólans: http://www.ccst.co.uk/
„Margir mínir skjólstæðingar hafa gert það að lífsstíl að koma reglulega og þeir eru á öllum aldri. Tel ég mig mjög heppna með að stór hluti minna skjólstæðinga eru börn á öllum aldri eða frá 2ja vikna“.
Heilun: Stefanía hefur lært fjóra áfanga frá Healer practitioner association international og er meðlimur nr.1884. Hún hóf nám 1994 og öðlaðist kennsluréttindi 2007. Hefur unnið með heilun allan tímann frá því hún hóf nám.
Blómadroparáðgjöf: blómadropum kynntist hún fyrst árið 1994. Blómadropar eru mjög áhrifarík meðferð sem m.a. auka getu okkar til þess að takast á við erfiðleika og áskoranir í lífinu.
“Blómadropar eru minn stóri happdrættisvinningur.”
Allar þessar meðferðir eru mjög áhrifaríkar hver á sinn hátt. Þær virka þannig að það er engin áhætta um að þær geti skaðað eða skemmt á neinn hátt. Meðferðirnar styðja einnig við hvor aðra og hjálpa til að ná sem bestum árangri á hvaða sviði sem er.
Heilunarskóli Nýjalands: Heilunarskóli Nýjalands var stofnaður 2007 og hefur Stefanía verið að kenna nemendum á öllum aldri, eða frá 20-73 ára. Hver nemandi kemur með sínar sérstöku óskir og hugmyndir um hvaða árangri hann vill ná og hvert hann vill að þetta nám leiði sig í að þroskast og hafa gaman að lífinu.
„Ég bý yfir langri reynslu, en frá 19 ára aldri hef ég unnið með fólk en þá útskrifast ég úr Sjúkraliðaskóla Íslands og hóf störf á Landakotsspítala árið 1977 til ársins 1989. Ég vil gjarnan miðla áfram minni reynslu og hef kosið að kenna öðrum bæði heilun og blómadropa“.