Lýsing
Fersk blóm fífilsins eru full af krafti sólarinnar og eru blönduð við lífræna ólívuolíu með E-vítamínum. Laxerolíu er blandað við sem er mjög áhrifarík og þekkt fyrir að efla starfsemi lifrinnar og hjálpa við efnahvörf. Ilmkjarnaolíur úr Rosemary og Juniper auka skynjunina og styrkja blóðrásina. Ilmkjarnaolíur úr Dandelion, Tansy og Zinnia vinna gegn deyfð og stífleika með því að gefa gleði, léttlyndi og jafnvægi.
Notkun:
- Hressandi og styrkjandi olía sem gefur kraft til alls líkamans. Vinnur gegn veturdrunga eða vorspennu.
- Fyrir ofreynslu eða mikilla líkamslegrar þjálfunar og æfinga sem leiða til stífleika og spennu í vöðvunum.
- Mjög góð sem nuddolía á allan líkamann fyrir þá sem æfa mikið.
- Fyrir aum og stíf svæði á líkamanum, sem þurfa á að halda meiri hreyfingu og vökva.
- Hjálpar við að losa stífleika í liðamótum sem uppsöfnun vökva eðaþvags valda.
- Hjálpar konum sem eru að byrja á breytingaskeiði og þjást af of mikilli vökvasöfnun. Mælt er með að nudda reglulega með olíunni yfir brjóst og kviðarhol. Einnig er hægt að nota heita bakstra.
- Heitir bakstrar eru mjög gagnlegir fyrir hreinsun lifrarinnar, t.d. afeitrun og breytingaskeið kvenna.
- Gagnleg fyrir þá sem eiga það til að vinna of mikið, sem leiðir til spennu og stirðleika í líkamanum.
- Fyrir þá sem ofreyna sig bæði andlega og líkamlega, þurfa hvíld og slökun.
- Mjög góð fyrir þá sem eru með sífella verki og spennu í hálsi og öxlum.
Aðferðir til notkunar
Nudd: Olían er notuð beint úr flöskunni fyrir nudd til lækninga. Olían er mjög áhrifarík og gott er að nudda og strjúka létt yfir líkamann. Hún smýgur inn í allt vöðvakerfi líkamans og slakar á vöðvunum.
Bað: Allt að 30 ml af olíunni er sett í heitt bað. Gott er að nota baðsölt sem eru með mikið magn af náttúrulegu magnesíum (t.d. Epsom salt). Hæfilegur tími er um 20 mínútur í baðinu. Eftir baðið er gott að slaka á í 20 mínútur til viðbótar.
Hitabakstrar: 30 ml af olíunni er blandað við létthitaða ólívuolíu. Mjúkum klút er dýft ofan í blönduna og svo lagður á svæðin á líkamanum sem eru stíf og stirð. Gott er að setja hitapoka yfir klútinn til þess að halda hitanum og auka áhrifin.
Sérstök meðferð fyrir lifrina: Nuddið svolítilli olíu yfir svæðið sem lifrin er, eða þar sem aðal orkupunktar fyrir lifrina eru. Leggið hendurnar yfir svæðið í 5 mínútúr og sendið heilunarkrafta í gegnum hendurnar. Einnig má nota flösku með heitu vatni til þess að leggja ofan á klútinn í lengri tíma. Þessi aðferð er gerð 1-3 í viku í a.m.k 1 mánuð.