Lýsing
Notkun:
- Notuð allt árið til þess að halda húðinni endurnærðri og einnig til að tengjast krafti jarðarinnar og alheimsorkunni.
- Notuð á erta og brennda húð. Hitabakstrar eru settir á sár sem eru lengi að gróa og opin sár.
- Sérstaklega góð fyrir börn með viðkvæma húð.
- Kemur á jafnvægi á það kvenlega: fyrir mæður með barn á brjósti er olían nudduð á brjóstin, sem smyrsli á óléttubumbuna, kemur jafnvægi á tíðahringinn.
- Bakstrar eru settir yfir þau líkamssvæði þar sem eru bólgur í líffærum, eins og yfir líffæri meltingarkerfisins.
- Bakstrar eru settir yfir þau líkamssvæði sem eru bólgin, sérstaklega svæði sogæðakerfisins.
- Olían er notuð í böð og nudd sem eru mjög slakandi og róa pirring og streitu.
- Borin á hjarta- og hálsstöð til að veita víðsýni, skilning, meðvitund og sköpunarkraft sem flæða inn um þessar stöðvar og út í alheiminn.
Aðferðir til notkunar:
Nudd: Olíunni er nuddað taktbundið frá útlimum í áttina að hjartanu. Notuð á allan líkamann eða þau svæði sem þurfa sérstaklega á heilunarkröftum morgunfrúnnar að halda.
Bað: Olían er sérstaklega góð fyrir húðina og mjög slakandi. Allt að 30 ml af olíunni er blandað út í heitt bað. Fyrir erta eða brennda húð er bökunarsóda einnig bætt út í baðið. Fyrir þá sem vilja er gott að dreifa blöðum af rósum, hjólkrónum, liljum, lofnarblómum eða fjólum út í baðið. Liggið í baðinu í 20 mín. og finnið mildan kraft jarðarinnar styrkja líkamann.
Hitabakstrar: Olíunni er blandað við létthitað ólívuolíu. Mjúkum klút er dýft ofan í blönduna og settur á líkamssvæðið. Hitapoki er settur ofan á til þess að auka áhrifin.
Orkustöðvar: Olían er borin á hjarta- og hálsstöðina til að fylla okkur af kærleik og bæta tjáninguna. Það hjálpar mikið að fara með ljóð eða bæn á meðan olían er borin á líkamann. Farið með ljóðið eða bænina upphátt og látið hana óma í hjarta ykkar og sál.