Arnica Alleve (Gullblóm)

kr.6.400kr.9.900

Fersk blóm gullblómsins eru blönduð við lífræna ólívuolíu með E-vítamínum. Ilmkjarnaolíunum Sandalwood, Cedarwood, Vetiver, Rose, Palmarosa, Cistus og Helichrysum er blandað við. Þær eru notaðar til slökunar og afslöppunar. Ilmkjarnaolíunum Alpine Aster, Arnica, Chrysanthemum; Indian Pink og Star of Bethlehem er einnig blandað við og þær gefa styrk og kraft sólarinnar þegar við þurfum mest á því að halda.

Hreinsa
Vörunúmer: Á ekki við Flokkur:

Lýsing

Notkun:

  • Notuð sem nudd eða baðolía sérstaklega á haustin til þess að auka andlegt jafnvægi.
  • Hitabakstrar Arnicu eru settir á nýrnasvæðin. Þessir bakstrar eru mjög góðir fyrir þá sem þjást af heilsuvandamálum á haustin.
  • Arnica hjálpar við þunglyndi, andlega vallíðan og þegar erfiðleika steðja að.
  • Eftir andleg áföll er gott að nota olíuna notuð í böð, við nudd eða hitabakstra.Olían veitir vellíðan og kemur á jafnvægi.
  • Gott er að nudda olíunni á tognuð svæði eða marbletti. Alls ekki setja olíuna á svæði þar sem opin sár eru; en hitabakstra má setja ofan á plástur eða bindi.
  • Notuð fyrir íþróttir eða keppnir, olíunni er nuddað á mestu álagssvæðin fyrir og eftir æfingarnar. Einnig er gott að setja olíuna út í bað strax eftir æfingar.
  • Hitabakstrar eru settir á svæði þar sem eru stöðugir verkir. Einnig er gagnlegt að setja þá á þau svæði þar sem vefur hefur skaddast, t.d. þar sem líkaminn hefur orðið fyrir slysi eða áfalli.
  • Undirbúningur undir skurðaðgerðir; olíunni er nuddað á líkamann eða sett í bað. Eftir aðgerðir eru hitabakstrar settir á líkamann.
  • Mjög gagnlegt er að hafa olíuna með á ferðalögum í skyndihjálparkassa. Ef olíunni er nuddað strax á eftir meiðsli dregur hún er sársauka og bólgu.

Athugið:

Arnican getur skaðað ef olían er sett á svæði þar sem opin sár eru eða þar sem húðin er mjög viðkvæm. Hins vegar er í lagi að setja bakstra yfir svæði þar sem plástrar og bindi eru tryggilega sett yfir. Bakstrarnir draga úr sársaukanum og endurmyndun skaddaðs vefjar. Fyrir þá sem eru með mjög viðkvæma húð er mikilvægt að halda sig við ráðlagða skammta.

Aðferðir til notkunar:
Nudd: Olían er notuð til að nudda allan líkamann eða einunings sködduðu svæðin. Gott er að strjúka ákveðið og hratt yfir svæðin til að auka efnahvörf og örva blóðrásina.

Hitabakstrar: Olíunni er blandað við létthitaða ólívuolíu. Blöndunni er dýft ofan í mjúkan klút og sett yfir sködduðu svæðin. Til að fá aukinn árangur er bætt við rifin engifer eða volgt engifersvatn. Gott er að liggja í 20 mínútur með hitapoka yfir til þess að halda hitanum. Mælt er með að setja bakstra yfir nýrnasvæðin reglulega til þess að auka vellíðan.

Bað: 30 ml af olíunni er sett í heitt bað. Sterku engiferste eða engifers ilmkjarnaolíu er bætt út í til þess að auka áhrifin. Liggið í baðinu í 20-30 mín. og hvílist svo vel í 30 mín. á eftir.

Frekari upplýsingar

Magn

60ml, 120ml

Vefhönnun © Vefsala.com fyrir Nýjaland