Meðferðir

Nýjaland býður upp á fjölbreytilegar meðferðir og heildrænar lausnir fyrir þá sem leita til okkar. Við leggjum mikla áherslu á að þeir sem starfa í Nýjalandi séu með góða menntun og mikinn metnað um að ná sem bestum árangri í sínu starfi.

Blómadropar

Það má segja að blómadropar tilheyri nýrri grein græðara. Þeir vinna ekki með því að ráðast beint á sjúkdóma, heldur auka þeir orkuflæðið í líkama okkar og sál. Þeir gagnast við sorg, kvíða, áhyggjum og áreiti. Þeir gefa okkur lífsorku, auka metnað og ákveðni, róa og stilla kvíða , ótta og ofsahræðslu. Gefa okkur vernd, skýra hugsun og einbeitingu. Styrkja eftir áföll samskipti og sambönd.

Heilun

Heilun er orka sem við getum nýtt okkur í eigin þágu og annarra til betra lífs andlega og líkamlega.Til þess að tengjast þessari orku og miðla henni eru margar leiðir. Við getum notað þær allar og veljum þá leið sem hentar okkur miðað við aðstæður hverju sinni.

Höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun

Þetta er mjög mild en öflug meðferð sem getur hjálpað flestum, hvort sem um er að ræða minniháttar óþægindi eða alvarlega kvilla.

Meðferðin er heildræn og nær að hafa áhrif á líkamleg og sálræn mynstur sem hafa komið fyrir tilverknað sjúkdóma, slysa og áfalla.Hbs. hefur ekki bara áhrif á ákveðna líkamshluta, heldur á allan líkaman og manneskjuna í heild.

Vefhönnun © Vefsala.com fyrir Nýjaland