Biopastille – Töfrandi jurtatöflur

biopastille

 

Biopastillurnar eru töfrandi jurtatöflur sem ætlaðar eru til sugu.

Jurtatöflurnar eru unnar úr lífrænum jurtum án viðbætts sykurs, laktósa eða bragðefna. Þær eru kaldpressaðar og ekki soðnar. Þar með innihalda þær eiginleika og kraft jurtanna, með eigin bragði.

Töflurnar fást í 27 mismunandi tegundum. Mjög hollt og gott heilsunammi og einnig bætiefni fyrir fullorðna og börn. Tilvalið að grípa í og hafa meðferðis í veskinu!

Töflurnar fást í öllum Heilsuhúsunum, Systrasamlaginu og hjá okkur í Nýjalandi.

 

Listi yfir tegundir og virkni þeirra:

 

Anis Étolié – Stjörnu-anís

69% trefjar án viðbætts sykurs. Innihald: arabískt gúmmí, anís (4,4%) að viðbættu magnesíum karbónati.

Hjálpar til við meltingu.

 

Acerola – Indíukirsuber

71% trefjar, ríkt af C-vítamíni. Innihald: arabískt gúmmí, indíukirsuber (10%).Maltódextrín úr kassövu, að viðbættu magnesíum karbónati, ilmkjarnaolíu úr appelsínu, kakósmjöri (0,35%), C-vítamín (270mg/15g).

Mjög C-vítamín ríkt, styrkir ónæmiskerfið, eykur viðnám líkamans gegn sýkingum, eykur einnig bandvefsmyndun, græðslu sára og frásog járns og stillir blóðsykur.

 

Argousier/Bergamote – Hafþyrnir/Bergamot

62% trefjar án viðbætts sykurs. Innihald: arabískt gúmmí, hafþyrnir (6%), mais, bergamot (0,5%), sítrónusýra, að viðbættu magnesíum karbónati.

Hafþyrnir er ríkur af andoxunarefnum, hjálpar til við að græða sár og draga úr bólgum. Bergamot róar meltingakerfið og kemur jafnvægi á taugakerfið.

 

Caffé – Kaffibaunir

70% trefjar án viðbætts sykurs. Innihald: arabískt gúmmí, pressaðar kaffibaunir að viðbættu magnesíum karbónati og kakósmjöri (0,6%).

Hressir og örvar miðtaugakerfið, eykur þvagútskilnað.

 

Centella/Lavande – Centella/Lofnarblóm

63% trefjar án viðbætts sykurs. Innihald: arabískt gúmmí, centella (4%), lofnarblóms ilmkjarnaolía, að viðbættu magnesíum karbónati.

Centella er mjög græðandi, slakandi og hefur jákvæð áhrif á hjarta- og æðakerfið.

Lofnarblóm slakar á taugakerfinu, róar meltingarkerfið, gott fyrir kvíða, svefnleysi og þunglyndi.

 

Citron – Sítróna

74% trefjar án viðbætts sykurs. Innihald: arabískt gúmmí, sítrónu ilmkjarnaolía (0,9%) að viðbættu magnesíum karbónati og kakósmjöri (0,4%).

Sítróna er bakteríudrepandi, eflir ónæmiskerfið og góð fyrir húðina.

 

Camomille/Pamplemouss – Kamilla/Greipaldin

65% trefjar án viðbætts sykurs. Innihald: arabískt gúmmí, greipaldin (4%), lofnarblóm (0,5%) að viðbættu magnesíum karbónati og kakósmjöri (0,4%).

Kamilla er talin vera bólgueyðandi og róandi fyrir magann.

Greipaldin eykur efnaskipti, er bólgueyðandi og gott fyrir húðina.

 

Cassis/Mandarine – Sólber/Mandarína

81% af trefjum án viðbætts sykurs. Innihald: arabískt gúmmí, sólber (6%), inniheldur náttúrulegan sykur, að viðbættu magnesíum karbónati, ilmkjarnaolíum úr mandarínum og sólberjum (0,65%) og kakósmjöri (0,4%).

Sólber styrkja ónæmiskerfið, hefur jákvæð áhrif á hjarta- og æðakerfið og bólgueyðandi.

Mandarínur eru mjög góðar og græðandi fyrir húðina og bólgueyðandi.

 

Kudzu Cola

73% trefjar án viðbætts sykurs. Innihald: arabískt gúmmí, kudzu (10%), inúlín, sítrónusýra, kanill, vanilla, kóríander, ilmkjarnaolía úr sítrónu, appelsína og múskat að viðbættu magnesíum karbónati.

Kudzu er styrkjandi fyrir hjarta- og æðakerfið, róar meltingakerfið, linar höfuðverki, er mjög græðandi fyrir húðina og minnkar stífleika í vöðvum.

 

Kudzu Menthe – Kudzu/Minta

73% trefjar án viðbætts sykurs. Innihald: arabískt gúmmí, kudzu (10%), inúlín, hrokkinmynta (1%), að viðbættu magnesíum karbónati og kakósmjöri (0,3%).

Kudzu er styrkjandi fyrir hjarta- og æðakerfið, róar meltingakerfið, linar höfuðverki, er mjög græðandi fyrir húðina og minnkar stífleika í vöðvum.

Minta er mjög góð fyrir meltingarkerfið, linar höfuðverki og ógleði, mjög græðandi fyrir húðina, eykur einbeitingu og skýrir hugann.

 

 

Propolis/Eucalyptus – Býþéttir/Eucalyptus

65% trefjar án viðbætts sykurs. Innihald: arabískt gúmmí, býþéttir (4%), eucalyptus (0,6%), að viðbættu magnesíum karbónati og kakósmjöri (0,45%).

Býþéttir er bólgueyðandi og styrkir ónæmiskerfið.

Eucalyptus er mjög bakteríudrepandi.

 

Menthe Poivree – Piparminta

73% trefjar án viðbætts sykurs. Innihald: arabískt gúmmí, (5%), inúlín að viðbættu magnesíum karbónati og kakósmjöri (0,4%).

Góð við ógleði, sárum og krömpum í meltingarfærum.

 

Orange – Appelsína

66% trefjar án viðbætts sykurs. Innihald: arabískt gúmmí, sítrónusýra, ilmkjarnaolía úr appelsínu (0,75%), að viðbættu magnesíum karbónati.

Mjög græðandi og góð fyrir húðina, bólgueyðandi og styrkir og hjarta- og æðakerfið.

 

Reglisse/Sauge – Lakkrís/Salvía

72% trefjar án viðbætts sykurs. Innihald: arabískt gúmmí, lakkrís (10%), salvía (2,5%), að viðbættu magnesíum karbónati og kakósmjöri (0,6%).

Lakkrís er mjög styrkjandi fyrir meltingarkerfið og ónæmiskerfið, hefur jákvæð áhrif á kvíð og, þunglyndi.

Salvía er mjög góð fyrir allskyns meltingarfæra vandamál, styrkir meltingarkerfið, eykur einbeitingu og minni.

 

Fleurs De Bach Urgences – Bach Rescue Remedy

82% trefjar án viðbætts sykurs eða alkóhóls. Innihald: arabískt gúmmí, að viðbættu magnesíum karbónati og safa úr Clematis, Schleranthus, Impatiens, Star of Bethlehem, Rock Rose, Crab apple, Cherry plum.

Þessi blanda af jurtum er ætlað að endurbyggja og styrkja eftir áföll. Stuðlar að betri líðan og jafnvægi.

 

Gelee Royale – Drottningar hunang

Lífrænt þurrkað. 50 mg í hverri sugutöflu. Innihald: arabískt gúmmí, drottningar hunang (8,35%), appelsínu ilmkjarnaolía, túrmerik, kanill að viðbættu magnesíum karbónati, sítrónusýru og kakósmjöri.

Drottningar hunang eflir ónæmiskerfið og hjálpar til við endurnýjun frumna.

 

Gember Gingembre/Kaneel – Engifer/Kanill

71% trefjar án viðbætts sykurs. Innihald: arabískt gúmmí, kanill, engifer (2,5%), að viðbættu magnesíum karbónati og kakósmjöri (0,6%).

Engifer örvar blóðrásina, mjög styrkjandi fyrir meltingarfærin og ónæmiskerfið.

Kanill styrkir meltingarfærin, linar krampa og örvar matarlyst. Kemur jafnvægi á blóðsykur.

 

Gentiane/Citron – Maríuvöndur/Sítróna

72% trefjar án viðbætts sykurs. Innihald: arabískt gúmmí, maríuvöndur (1,6%), að viðbættu magnesíum karbónati, ilmkjarnaolíu úr sítrónu (0,6%) og kakósmjöri (0,3%).

Maríuvöndur vinnur gegn meltingarfæravandamálum, s.s. brjóstsviða, minnkaðri matarlyst, ógleði og niðurgangi. Lækkar blóðþrýsting og mjög sáragræðandi.

Sítróna er bakteríudrepandi, eflir ónæmiskerfið og góð fyrir húðina.

 

Ginkgo/Cannelle – Musteristré/Kanill

75% trefjar án viðbætts sykurs. Innihald: arabískt gúmmí, musteristré (6%) að viðbættu magnesíum karbónati, kanil ilmkjarnaolíu og kakósmjöri (0,4%).

Musteristré víkkar æðar, góð við öllum æðasjúkdómum. Örvar blóðrásina, hjálpar til við svima og þreytu.

Kanill styrkir meltingarfærin, linar krampa og örvar matarlyst. Kemur jafnvægi á blóðsykur.

 

Ginseng/cacao –Ginseng/kakó

78% trefjar án viðbætts sykurs. Innihald: arabískt gúmmí, ginseng (3,5%), kakó (4%), kanill að viðbættu magnesíum karbónati.

Ginseng vinnur gegn streitu, styrkir lifur og hjarta. Eykur úthald og eflir einbeitngu.

Kakó eykur þvagútskilnað, vinnur gegn þunglyndi og styrkir blóðrásina.

 

Girofle/Thym – Negull/Garðablóðberg

72% trefjar án viðbætts sykurs. Innihald: arabískt gúmmí, garðablóðberg (3%), negull (2,8%), að viðbættu magnesíum karbónati og kakósmjöri.

Negull er góður fyrir magabólgum, uppþembu og er krampastillandi. Örvar minni og kynhvöt.

Garðablóðberg styrkir ónæmiskerfið, vinnur bug á flensu s.s. kvefi, hósta og hálsbólgu. Einnig áhrifaríkt við magaverkjum og uppþembu.

 

Guarana/Vanille – Guarana/Vanilla

74% trefjar án viðbætts sykurs. Innihald: arabískt gúmmí, guarana (5%), vanilla (4%), að viðbættu magnesíum karbónati og kakósmjöri (0,4%).

Guarana eykur blóðflæði, einbeitingu og minni. Er mjög orkugefandi og er talið auka brennslu.

Vanilla er rík af andoxunarefnum, talið auka kynhvöt, er róandi og slakandi, og vinnur gegn þunglyndi.

 

Goji/Cannelle – Gojiber (úlfaber) /Kanill

81% trefjar án viðbætts sykurs. Innihald: arabískt gúmmí, gojiber (10%), inniheldur náttúrlegan sykur að viðbættu magnesíum karbónati, kanil ilmkjarnaolíu (0,2%) og kakósmjöri (0,4%).

Gojiber eru mjög styrkjandi fyrir ónæmiskerfið.

Kanill styrkir meltingarfærin, linar krampa og örvar matarlyst. Kemur jafnvægi á blóðsykur.

 

Reine des Pres/Mandarine – Mjaðurt/Mandarína

63% trefjar án viðbætts sykurs. Innihald: arabískt gúmmí, mjaðurt (3%), að viðbættu magnesíum karbónati, túrmerik og mandarínu ilmkjarnaolíu (0,6%).

Mjaðurt vinnur gegn kvefi og styrkir ónæmiskerfið. Gagnleg við þvagfærasýkingum og meltingarfæravandamálum.

Mandarínur eru mjög góðar og græðandi fyrir húðina og bólgueyðandi.

 

Romarin/Sapin– Rósmarín/Fura

78% trefjar án viðbætts sykurs. Innihald: arabískt gúmmí, rósmarín (3,5%), að viðbættu magnesíum karbónati og furu ilmkjarnaolíu (0,6%).

Rósmarín eykur minni, vinnur gegn sýkingum stressi og, er bólgueyðandi.

Fura eykur efnaskipti, er þvagræsandi, verkjastillandi og vinnur gegn streitu.

 

The Vert/Bergamote – Grænt te/ Bergamot

77% trefjar án viðbætts sykurs. Innihald: arabískt gúmmí, grænt te (6%), bergamot (2,5%), að viðbættu magnesíum karbónati og kakósmjöri (0,2%).

Grænt te kemur jafnvægi á blóðsykur, styrkir ónæmiskerfið, eykur minni og hefur jákvæð áhrif á hjarta- og æðakerfið.

Bergamot vinnur gegn kvíða og þunglyndi, róar og slakar. Vinnur gegn höfuðverkjum og er verkjastillandi.

 

Verveine – Járnurt

74% trefjar án viðbætts sykurs. Innihald: arabískt gúmmí, járnurt (5%), járnurta ilmkjarnaolía (0,6%), að viðbættu magnesíum karbónati og kakósmjöri (0,3%).

Járnurt vinnur gegn þunglyndi og streitu. Er kvíða- og verkjastillandi.

 

 

 

 

 

Vefhönnun © Vefsala.com fyrir Nýjaland